Gæludýr

Kaupangur

Senda póst í Kaupang  kaupangur@dyrey.is

helgar

Í Kaupangi við Mýrarveg er móttaka okkar fyrir gæludýr, þar er einnig til sölu fóður og ýmsar gæludýravörur.

Það er mikilvægt að fylgjast reglulega með heilbrigði dýra til að hægt sé að fyrirbyggja og greina sjúkdóma sem fyrst.

Við ráðleggjum dýraeigendum að koma með    dýrin sín í árlega heilbrigðisskoðun. Við heilbrigðisskoðun er athygli meðal annars       beint að holdafari, tannheilbrigði, feldhirðu, sníkjudýrameðhöndlun og nauðsynlegum bólusetningum.


vigt_600

Bólusetning hunda:

Enginn hundur er fæddur með náttúrulega vörn gegn alvarlegum og oft banvænum sjúkdómum.  Parvoveiran veldur smáveirusótt sem er einn af alvarlegustu smitsjúkdómunum í hundum hér á landi.  Hún er bráðsmitandi og veldur hastarlegum uppköstum og oft blóðugum niðurgangi.  Hætta er á að vökvatapið sem hundurinn verður fyrir valdi losti sem getur síðar leitt til dauða. Sjúkdómurinn getur barið að dyrum snemma í lífi hvolpsins og því þarf að bólusetja hann snemma.  Ráðlagt er að grunnbólusetja þrisvar sinnum með 3-4 vikna millibili, síðan er bólusett við 1 árs aldur og eftir það á tveggja ára fresti.


Bólusetning katta:

Alvarlegasti smitsjúkdómurinn í köttum hér á landi er kattafár, en það er bráðsmitandi og sérlega hættulegt kettlingum og ungum köttum. Veiran smitast m.a. með sýktum saur og veldur alvarlegum uppköstum og niðurgangi sem getur dregið til dauða á  skömmum tíma. Veiran getur borist í kettlingafóstur gegnum fylgjuna og valdið fósturláti.  Annar smitandi veirusjúkdómur er kattainflúensa. Hún er þó sjaldan banvæn nema í mjög ungum köttum, eða köttum sem eru með veiklað ónæmiskerfi. Einkenni eru þau sömu og hjá okkur mannfólkinu en einnig geta kettir fengið sár í munnhol. Almennt gildir um bólusetningar að dýrin geta orðið dálítið eftir sig í 1-2 daga og bólguhnúður getur myndast á stungustaðnum.  Ráðlegt er að hafa samband viið dýralækni ef einhverjar spurningar vakna.  Mikilvægt er að bólusetja ketti reglulega, sérstaklega ketti sem fara út, og ketti sem fara á dýrahótel og sýningar.  Ráðlagt er að bólusetja kettlinga við 12 vikna aldur, aftur mánuði síðar og síðan á eins árs fresti. 

cutecats12_575


Meðfædd vörn gegn sjúkdómum:

Hafi móðirin verið bólusett reglulega fá afkvæmin vörn (svokallaða meðfædda vörn) gegnum broddmjólkina. Þau taka upp mismikla broddmjólk á fyrstu tímum lífsins og fá því misgóða vörn.  Vörnin hverfur smám saman á fyrstu vikum lífsins og afkvæmin verða móttækileg fyrir sjúkdómum missnemma.  Af þessum sökum er mikilvægt að bólusetja snemma, áður en meðfædda vörnin hverfur alveg.  Dauð bóluefni missa virkni sína að hluta eða alveg ef meðfædd mótefni eru til staðar í líkamanum.  Þetta gerist ekki þegar lifandi bóluefni eru notuð og því er hægt að bólusetja fyrr með þeim.  Lifandi bóluefni er virkara en dautt en þau bóluefni sem nú eru í notkun hér valda þó sjaldan hliðarverkunum.  Þær líkjast gróðurofnæmi (bólga í höfði og mikill kláði) og þá er ráðlegt að hafa samband við dýralækni.


Getnaðarvörn fyrir tíkur:

Tíkur fara jafnan á lóðarí tvisvar á ári. Sé ætlunin ekki að leyfa tíkinni að eignast hvolpa og eigandinn vill losna við óþægindi sem lóðaríinu fylgja, má koma í veg fyrir það með getnaðarvarnarlyfi sem gefið er á 5 mánaða fresti.  Þó verður tíkin að lóða a.m.k. einu sinni áður en hægt er að hefja meðferð. Sé þessi aðferð valin er mikilvægt að muna að nota hana reglulega því þekktir áhættuþættir við óreglulega notkun eru júguræxli og legbólga. Annar möguleiki ef ekki á að leyfa tíkinni að eignast hvolpa er að taka hana úr sambandi.  Aðgerðina má gera jafnvel áður en tíkin lóðar í fyrsta sinn, eða tveimur mánuðum eftir lóðarí.


Getnaðarvörn fyrir læður:

Algengasta aðferðin til að koma í veg fyrir að læður breimi er getnaðarvarnarpillan sem er gefin vikulega. Best er að gefa pilluna alltaf á sama vikudegi til þess að læðan fari ekki að breima. Einnig er hægt að taka læður úr sambandi með skurðaðgerð, en það má gera eftir 6 mánaða aldur.


Ormahreinsun:

Algengustu ormar hérlendis eru spóluormar og bandormar. Egg þessara orma skiljast út með saur dýra og geta önnur dýr smitast af því að komast í snertingu við hann.  Einnig geta dýr smitast í gegnum millihýsla s.s mýs, fugla, skordýr og ánamaðka. Dæmigert einkenni ormasýkingar er hósti vegna sýkingar sem borist hefur gegnum vefi í lifur og þaðan til lungna. Þetta leggst helst á ketti, hvolpa og eldri hunda.  Hjá heilbrigðum hundum liggja ormarnir oftast í dvala, en geta farið af stað ef dýrið lendir í aðstæðum þar sem álag er meira en venjulega svo sem meðgöngu eða veikindum.  Hvolpar og kettlingar geta fæðst sýktir af ormi  eða smit borist í gegnum móðurmjólkina.

Regluleg ormahreinsum er mikilvæg fyrir heilbrigði dýra en verndar einnig önnur dýr, börn og fullorðna gegn smiti.  Ábyrgir dýraeigendur ormahreinsa dýr sín a.m.k 1-2 á ári. Meðhöndlun gegn spóluormun: Hvolpa er best að meðhöndla 2-3 vikna, 5-6 vikna, og gjarnan aftur u.þ.b. 12 vikna. Tíkur er best að meðhöndla fyrir pörum, fyrir got, og síðan um leið og hvolpana. Fullorðnir hundar eru meðhöndlaðir 1-4 sinnum á ári.  Samkvæmt lögum um varnir gegn sullaveiki, skal bandormahreinsa alla hunda eldri en 6 mánaða árlega að lokinn sauðfjárslátrun
Dyrey

Mynd augnabliksins

Heimsóknir

Í dag: 17
Samtals: 176391

Dagatal

« Júní 2018 »
SMÞMFFL
 12
3456789
10111213141516
17181920212223
24252627282930

Á næstunni

Engir viðburðir á næstunni

Framsetning efnis

moya - Útgáfa 1.11 2007 - Stefna ehf

Innskráning