Fengitíminn nálgast!
28.11.2018
Við erum líka að garnaveikibólusetja líflömb en flestir vilja láta bólusetja lömbin snemma til að koma í veg fyrir smit og gott að þau séu bólusett nokkru áður en hleypt er til, ef þau skyldu verða slöpp eftir bólusetninguna.
Þegar tekin er ákvörðun um samstillingu, er hægt að velja um að ærnar séu sprautaðar með samstillingarlyfi tvisvar sinnum með 8-9 daga millibili eða að settur sé skeiðarsvampur sem hafður er í 12-14 daga og síðan sætt 50-60 klst eftir að svampurinn er fjarlægður.